Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ellert, Gestur, Ingi Darvis og Nevena unnu leiki í einliðaleik á opna eistneska mótinu

Leikið var í einliðaleik unglinga og fullorðinna á opna eistneska mótinu föstudaginn 29. nóvember. Leikið var í riðlum í unglingaflokkum og síðan er leikið með útslætti upp úr riðlunum. Í fullorðinsflokkum er leikið með útslætti en leikið um hvert sæti, þannig að hver leikmaður leikur marga leiki.

Ellert Kristján Georgsson varð í 2. sæti í sínum riðli í einliðaleik drengja og er kominn í 32 manna úrslit, þar sem hann leikur við ísraelskan leikmann laugardaginn 30. nóvember. Alls var 51 leikmaður í flokknum. Ingi Darvis Rodriguez vann leik í sínum riðli en komst ekki áfram.

Gestur Gunnarsson og Ingi Darvis unnu leik í einliðaleik karla og komust í 32 manna úrslit, þar sem þeir töpuðu báðir. Nevena Tasic vann leik gegn pólskri stúlku í einliðaleik kvenna, auk þess sem hún lagði Stellu í innbyrðis leik íslensku kvennanna.

Úrslit 29. nóvember

Meyjar 15 ára og yngri (kadettflokkur)

 • Agnes Brynjarsdóttir – Raili Nurga, Eistlandi 0-3 (8-11, 8-11, 7-11)
 • Agnes Brynjarsdóttir – Mariia Vardapetian, Rússlandi 2-3 (11-7, 11-6, 10-12, 6-11, 5-11)
 • Agnes Brynjarsdóttir – Sophie Eckeroth, Danmörku 1-3 (8-11, 11-9, 5-11, 5-11)

 • Harriet Cardew – Maria Girlea, Finnlandi 0-3 (10-12, 8-11, 8-11)
 • Harriet Cardew – Anastasia Sizova, Rússlandi 0-3 (2-11, 3-11, 5-11)
 • Harriet Cardew – Emma Eckeroth, Danmörku 0-3 (7-11, 10-12, 5-11)

Drengir 16-18 ára (juniorflokkur)

 • Ellert Kristján Georgsson – Oran Vakrat, Ísrael 3-1 (11-3, 11-5, 10-12, 11-5)
 • Ellert Kristján Georgsson – Timofei Bitiukov, Rússlandi 3-0 (11-9, 11-5, 11-5)
 • Ellert Kristján Georgsson – Maksim Vuhka, Rússlandi 1-3 (8-11, 7-11, 11-9, 4-11)
 • Ellert Kristján Georgsson – Itai Avivi, Ísrael (32 manna úrslit 30.11.)

 • Gestur Gunnarsson – Lauri Hakaste, Finnlandi 0-3 (7-11, 7-11, 4-11)
 • Gestur Gunnarsson – Jonathan Kochli, Eistlandi 0-3 (4-11, 6-11, 4-11)
 • Gestur Gunnarsson – Markkos Pukk, Eistlandi 0-3 (4-11, 4-11, 9-11)

 • Ingi Darvis Rodriguez – Dominykas Samuolis, Lettlandi 0-3 (9-11, 6-11, 3-11)
 • Ingi Darvis Rodriguez – Jan Kenneth Toming, Eistlandi 3-1 (11-9, 11-9, 7-11, 11-3)
 • Ingi Darvis Rodriguez – Uri Almor, Ísrael 1-3 (12-14, 3-11, 11-6, 8-11)

Stúlkur 16-18 ára (juniorflokkur)

 • Agnes Brynjarsdóttir – Erika Ivarsson, Svíþjóð 2-3 (7-11, 11-9, 7-11, 11-9, 5-11)
 • Agnes Brynjarsdóttir – Vitalia Reinol, Eistlandi 0-3 (3-11, 4-11, 4-11)
 • Agnes Brynjarsdóttir – Mille Lyngsö Stoffegen, Danmörku 0-3 (9-11, 11-13, 11-3)

 • Harriet Cardew – Mie Schou Salhauge, Danmörku 0-3 (8-11, 5-11, 6-11)
 • Harriet Cardew – Alina Jagenkova, Eistlandi 0-3 (0-11, 1-11, 1-11)

 • Stella Karen Kristjánsdóttir – Sophie Eckeroth, Danmörku 0-3 (6-11, 8-11, 7-11)
 • Stella Karen Kristjánsdóttir – Mariia Vardapetian, Rússlandi 0-3 (4-11, 10-12, 7-11)
 • Stella Karen Kristjánsdóttir – Lina Svensson, Svíþjóð 0-3 (1-11, 6-11, 6-11)

Karlar

 • Ellert Kristján Georgsson – Markkos Pukk, Eistlandi 0-4 (9-11, 4-11, 9-11, 11-13)
 • Ellert Kristján Georgsson – Sergei Petrov, Eistlandi 2-4 (3-11, 2-11, 11-6, 2-11, 11-9, 4-11, leikur um sæti 49-64)
 • Ellert Kristján Georgsson – Dmitri Rakel, Eistlandi 30.11.

 • Gestur Gunnarsson – Roman Strelcuks, Lettlandi 4-2 (9-11, 13-15, 11-9, 11-7, 11-9, 11-7)
 • Gestur Gunnarsson – Michael Tauber, Ísrael 0-4 (9-11, 3-11, 1-11, 6-11)
 • Gestur Gunnarsson – Erik Nüüd, Eistlandi 30.11.

 • Ingi Darvis Rodriguez – Madis Moos, Eistlandi 4-1 (8-11, 13-11, 11-7, 11-6, 11-7)
 • Ingi Darvis Rodriguez – Oskar Pukk, Eistlandi 1-4 (7-11, 8-11, 11-7, 7-11, 3-11)
 • Ingi Darvis Rodriguez – Karol Duszkiewicz, Póllandi 30.11.

 • Magnús Gauti Úlfarsson – Tal Israeli, Ísrael 0-4 (4-11, 9-11, 9-11, 7-11)
 • Magnús Gauti Úlfarsson – Stanislav Strogov, Eistlandi 3-4 (8-11, 13-11, 6-11, 6-11. 11-6, 11-7, 9-11, leikur um sæti 49-64)
 • Magnús Gauti Úlfarsson – Rainer Valo, Eistlandi 30.11.

Konur

 • Agnes Brynjarsdóttir – Sirli Roosve, Eistlandi 0-4 (5-11, 8-11, 4-11, 8-11)
 • Agnes Brynjarsdóttir – Zauresh Akasheva, Kazakstan 0-4 (4-11, 3-11, 3-11, 3-11, leikur um sæti 25-32)
 • Agnes Brynjarsdóttir – Sirli Jaanimägi, Eistlandi 30.11.

 • Harriet Cardew – Ketrin Salumaa, Eistlandi 0-4 (8-11, 5-11, 7-11, 10-12)
 • Harriet Cardew – Larisa Titievskaja, Finnlandi 0-4 (8-11, 6-11, 8-11, 1-11)
 • Harriet Cardew – Mie Schou Salhauge, Danmörku 30.11.

 • Nevena Tasic – M. Tereszkiewitz, Póllandi 4-3 (2-11, 11-5, 11-4, 11-6, 7-11, 5-11, 11-9)
 • Nevena Tasic – Alina Jagnenkova, Pólland 1-4 (11-9, 3-11, 5-11, 5-11, 5-11)
 • Nevena Tasic – Lina Svenson, Svíþjóð 1-4 (9-11, 9-11, 11-8, 5-11, 8-11, leikur um sæti 33-44)
 • Nevena Tasic – Stella Karen Kristjánsdóttir 4-0 (11-3, 11-9, 11-4, 11-6, leikur um sæti 33-44)
 • Nevena Tasic – Merje Aas, Eistlandi 30.11.

 • Stella Karen Kristjánsdóttir – Maria Girlea, Finnlandi 0-4 (3-11, 2-11, 4-11, 6-11)
 • Stella Karen Kristjánsdóttir – Arina Ltivinova, Eistlandi 0-4 (3-11, 3-11, 7-11, 6-11, leikur um sæti 33-44)
 • Stella Karen Kristjánsdóttir – Nevena Tasic 0-4 (3-11, 9-11, 4-11, 6-11, leikur um sæti 33-44)
 • Stella Karen Kristjánsdóttir – Raili Nurga, Eistlandi 30.11.

Fylgst er með gengi íslensku leikmannanna á fésbókarsíðu BTÍ, og þar má sjá útsendingar frá nokkrum leikja íslensku leikmannanna. Úrslit má sjá á vef Tournament software, sjá http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=F538FC33-ADCB-4B34-A4D2-278384FAAF21 og á vef eistneska borðtennissambandsins, á https://uus.lauatennis.ee/estonian-open/ .

Uppfært 30.11.

Aðrar fréttir