Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ellert, Magnús Gauti og Nevena unnu leiki á opna eistneska mótinu

Keppni í einliðaleik hélt áfram á opna eistneska mótinu í Tallinn laugardaginn 30. nóvember, þar sem átta íslenskir landsliðsmenn eru meðal keppenda.

Í því fyrirkomulagi, sem notað er á mótinu, skiptir miklu máli hvort leikmenn tapa í fyrsta leik eða komast beint áfram í næstu umferð. Því fyrr sem leikmenn tapa því neðar lenda þeir í röðinni en eftir því sem leikjunum fjölgar færast leikmenn nær öðrum leikmönnum á eigin getustigi. Með sigri, hvort hann fæst með því að vinna leik eða með því að komast beint áfram í næstu umferð geta leikmenn stokkið upp um mörg sæti á mótinu. Úrslitin endurspegla því ekki endilega þann fjölda leikja sem leikmenn vinna á mótinu, eins og sjá má í tilfelli íslensku leikmannanna.

Laugardaginn 30. nóvember vann Magnús Gauti Úlfarsson alla þrjá leiki sína í einliðaleik og Nevena Tasic vann báða leiki sína. Ellert Kristján Georgsson vann einn leik.

Ellert Kristján Georgsson lék í 32 manna úrslitum í einliðaleik drengja 16-18 ára en tapaði gegn ísraelskum leikmanni. Hann var einn íslensku leikmannanna eftir í keppni í unglingaflokkum.

Það styttist í lok mótsins og tvær íslensku kvennanna hafa þegar lokið keppni. Nevena Tasic lauk keppni í 33. sæti og Stella Karen Kristjánsdóttir í 39. sæti. Hjá konunum leikur Harriet Cardew um 27. sæti og Agnes Brynjarsdóttir um 29. sæti. Í karlaflokki keppir Ingi Darvis Rodriguez um 27. sæti, Gestur Gunnarsson um 45. sæti, Magnús Gauti Úlfarsson um 49. sæti og Ellert Kristján Georgsson um 61. sæti.

Úrslit laugardaginn 30. nóvember

Konur

  • Agnes Brynjarsdóttir – Sirli Jaanimägi, Eistlandi 0-4 (9-11, 10-12, 4-11, 6-11, leikur um sæti 25-32)
  • Agnes Brynjarsdóttir – Anni Heljala, Finnlandi walkover (leikur um sæti 29-32)
  • Agnes Brynjarsdóttir – Johanna Hristjansson, Eistlandi 1.12. (leikur um 29. sæti)

  • Harriet Cardew – Mie Schou Salhauge, Danmörku walkover (leikur um sæti 25-32)
  • Harriet Cardew – A. Titievskaja, Finnlandi 0-4 (3-11, 3-11, 5-11, 2-11, leikur um sæti 25-32)
  • Harriet Cardew – Sirli Jaanimägi, Eistlandi 1.12. (leikur um 27. sæti)

  • Nevena Tasic – Merje Aas, Eistlandi 4-1 (11-13, 11-8, 11-4, 12-10, 11-6, leikur um sæti 33-36)
  • Nevena Tasic – Moa Svensson, Svíþjóð 4-0 (11-7, 11-4, 11-5, 11-9, leikur um sæti 33)
  • Nevena lýkur keppni í 33. sæti.

  • Stella Karen Kristjánsdóttir – Raili Nurga, Eistlandi 0-4 (3-11, 4-11, 4-11, 2-11, leikur um sæti 37-39)
  • Stella lýkur keppni í 39. sæti.

Karlar

  • Ellert Kristján Georgsson – Dmitri Rakel, Eistlandi 1-4 (8-11, 4-11, 9-11, 11-7, 9-11, leikur um sæti 49-56)
  • Ellert Kristján Georgsson – Rainer Valo, Eistlandi 1-4 (9-11, 8-10, 10-12, 11-9, 2-11, leikur um sæti 57-64)
  • Ellert Kristján Georgsson – Rene Sorksep, Eistlandi 4-1 (10-12, 11-8, 11-2, 11-7, 11-5, leikur um sæti 61-64)
  • Ellert Kristján Georgsson – Januus Lokotar, Eistlandi 1.12. (leikur um 61. sæti)

  • Gestur Gunnarsson – Erik Nüüd, Eistlandi 3-4 (11-13, 7-11, 11-4, 11-3, 11-6, 12-14, 8-11, leikur um sæti 33-44)
  • Gestur Gunnarsson – Mart Luuk, Eistlandi 0-4 (3-11, 10-12, 14-16, 8-11, leikur um sæti 33-44)
  • Gestur Gunnarsson – Uri Almor, Ísrael 1-4 (2-11, 8-11, 11-4, 8-11, 8-11, leikur um sæti 41-44)
  • Gestur Gunnarsson – Karol Duszkiewicz, Póllandi walkover (leikur um sæti 45-48)
  • Gestur Gunnarsson – Mihkel Unt, Eistlandi 1.12. (leikur um 45. sæti)

  • Ingi Darvis Rodriguez – Karol Duszkiewicz, Póllandi walkover (leikur um sæti 33-48)
  • Ingi Darvis Rodriguez – Daniels Kogans, Lettlandi 2-4 (7-11, 13-15, 9-11, 11–5, 11-4, 6-11, leikur um sæti 25-32)
  • Ingi Darvis Rodriguez – Stanislav Strogov, Eistlandi, walkover
  • Ingi Darvis Rodriguez – Daniel Kushkarov, Ísrael 1-4 (8-11, 11-6, 7-11, 2-11, 3-11)
  • Ingi Darvis Rodriguez – Patrik Rissanen, Finnlandi 1.12. (leikur um 27. sæti)

  • Magnús Gauti Úlfarsson – Rainer Valo, Eistlandi 4-1 (10-12, 11-8, 11-7, 11-8, 11-9, leikur um sæti 49-56)
  • Magnús Gauti Úlfarsson – Dmitri Rakel, Eistlandi 4-0 (11-0, 11-6, 11-7, 11-8, leikur um sæti 49-52)
  • Magnús Gauti Úlfarsson – Jan Kenneth Toming, Eistlandi 4-0 (11-6, 11-7, 11-5, 11-9, leikur um sæti 49-52 )
  • Magnús Gauti Úlfarsson – Krister Erik Etulaid, Eistlandi 1.12. (leikur um 49. sæti)

Drengir 16-18 ára

  • Ellert Kristján Georgsson – Itay Avivi, Ísrael 0-3 (7-11, 6-11, 8-11)

Fylgst er með gengi íslensku leikmannanna á fésbókarsíðu BTÍ, og þar má sjá útsendingar frá nokkrum leikja íslensku leikmannanna. Úrslit má sjá á vef Tournament software, sjá http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=F538FC33-ADCB-4B34-A4D2-278384FAAF21 og á vef eistneska borðtennissambandsins, á https://uus.lauatennis.ee/estonian-open/ .

Aðrar fréttir