Ellert og Gestur á borðtennismenntaskóla í Danmörku
Tveir ungir KR-ingar, þeir Ellert Kristján Georgsson og Gestur Gunnarsson sækja borðtennismenntaskóla á Jótlandi í Danmörku á haustönninni.
Þá stundar Skúli Gunnarsson, borðtennisþjálfari í KR, skiptinám frá verkfræðinámi sínu í Háskóla Íslands í Suður-Kóreu á haustmisserinu.
Heyrst hefur að fleiri borðtennismenn hugsi sér til hreyfings og stefni á dvöl í útlöndum í vetur. Verður þess getið hér þegar það hefur verið staðfest.
ÁMU