Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Elvar og Þuríður sigruðu á styrkleikamóti Dímonar

Elvar Pierre Kjartansson, KR sigraði í 2. flokki karla og Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR í 2. flokki kvenna á árlegu styrkleikamóti Dímonar á sumardaginn fyrsta. Keppt var í 2. flokki karla og kvenna og var leikið í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli.

Í karlaflokki lék Elvar við Guðmundur Örn Halldórsson, KR í úrslitum, og sigraði 3-2 (8-11, 10-12, 11-6, 11-6, 11-5). BH stúlkurnar Harriet Cardew og Sól Kristínardóttir Mixa höfnuðu í 3.-4. sæti. Þær eru í 1. flokki kvenna og mega því keppa í 2. flokki karla.

Í kvennaflokki vann Þuríður alla leiki sína 3-0. Hún vann Guðrúnu Margréti Sveinsdóttur úr Dímon, sem varð í 2. sæti 16-14, 11-1, 11-5. Jónína Daníelsdóttir, Heklu, varð í 3. sæti og Hildur Vala Smáradóttir úr Dímon varð fjórða.

Allar myndir tók Auður Tinna Aðalbjarnardóttir.

Aðrar fréttir