Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Emil Pálsson látinn

Emil Pálsson, borðtennismaður, lést þann 22. september sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 11. október kl. 13.

Emil hóf keppnisferil sinn hjá KR en flutti sig svo yfir til Arnarins, þar sem hann gerði stuttan stans. Þaðan fór Emil til Víkings, þar sem hann æfði og keppti síðustu áratugina.

Emil náði því m.a. að vinna sig upp í meistaraflokk á miðjum aldri. Hann varð Íslandsmeistari í 1. flokki árið 1983, var í sigurliði Víkings í 2. deild og margfaldur Íslandsmeistari í öldungaflokki. Hann var þekktur fyrir snöggar uppgjafir og að láta andstæðinginn hlaupa hornanna á milli, og mátti margur yngri leikmaðurinn lúta í lægri haldi fyrir Emil.

Ritstjóri vottar fjölskyldu Emils samúðarkveðjur.

Aðrar fréttir