Endanleg niðurröðun leikja í 1. deild kvenna 2011-2012
Mótanefnd BTÍ hefur raðað endanlega niður leikjum í 1. deild kvenna á þessu keppnistímabili. Úrslitaleikirnir í deildinni eru nú í beinu framhaldi af úrslitaleikjunum í 1. deild karla. Leikjaskránna er að finna hér og einstakir leikir eru einnig í viðburðardagatalinu hér til hliðar. Varðandi leiki næstu viku þá hefur leikur Dímon A og HK A verið færður í íþróttahús HK í Fagralundi, Kópavogi og fer hann fram kl. 10.00 laugardaginn 5. nóvember 2011.