Erfiður dagur hjá íslenska karlaliðinu í Búlgaríu
Íslensku karlarnir léku við Noreg og Búlgaríu í undankeppni EM í Búlgaríu og töpuðu 0-3 fyrir báðum liðum. Eingöngu vannst ein lota, en hana vann Ingi Darvis. Noregur og Búlgaría virðast vera með sterkustu liðin og hafa unnið alla leiki sína í riðlinum 3-0. Þessi lið leika til úrslita í riðlinum á morgun.
Ísland leikur við Kosovo um 4. sætið kl. 8.00 að staðartíma en það er síðasti leikur liðsins í riðlinum.
Úrslit úr einstökum leikjum:
Ísland – Noregur 0-3
Magnús Gauti Úlfarsson – Alexander Fransson 0-3 (10-12, 6-11, 9-11)
Ingi Darvis Rodriguez – Finn Vetvik 1-3 (13-15, 10-12, 12-10, 4-11)
Magnús Jóhann Hjartarson – Lars Rønneberg 0-3 (8-11, 4-11, 4-11)
Ísland – Búlgaría 0-3
Magnús Gauti Úlfarsson – Petyo Krastev 0-3 (4-11, 4-11, 9-11)
Magnús Jóhann Hjartarson – Denislav Kodjabaslev 0-3 (3-11, 8-11, 6-11)
Ingi Darvis Rodriguez – Teodor Alexandrov 0-3 (7-11, 5-11, 5-11)
Forsíðumynd af Inga Darvis úr myndasafni.