Erlendu gestirnir mættust í úrslitum í meistaraflokki á Kjartansmótinu í borðtennis
Erlendu gestirnir tveir voru í aðalhlutverki á seinni degi Kjartansmóts KR í borðtennis en þeir mættust í úrslitaleik í meistaraflokki karla. Thor Truelsson frá Bandaríkjunum sigraði Martin Lund Nielsen frá Danmörku 3-1 í úrslitum.
Í meistaraflokki kvenna sigraði Fríður Rún Sigurðardóttir úr KR alla andstæðinga sína.
Pétur Marteinn Tómasson úr KR sigraði í 1. flokki karla og Viðar Árnason úr KR í 2. flokki karla.
Eyrún Elíasdóttir úr Víkingi vann 1. flokk kvenna og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr HK 2. flokk kvenna.
ÁMU
Verðlaunahafar í meistaraflokki karla ásamt Gunnari Snorra Ragnarssyni, formanni Borðtennisdeildar KR. Magnús K. Magnússon vantar á myndina. (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson).
Verðlaunahafar í meistaraflokki kvenna ásamt Gunnari Snorra Ragnarssyni, formanni Borðtennisdeildar KR.
(Mynd: Finnur Hrafn Jónsson).