Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Erlendu leikmennirnir á Reykjavík International Games komnir til landsins

Þrír leikmenn komu sérstaklega til Íslands til að taka þátt í keppni í karlaflokki á Reykjavíkurleikunum í borðtennis. Tveir þeirra eru frá Grænlandi og einn frá Svíþjóð. Tommy Jørgensen, landsliðsþjálfari Grænlands kom einnig á leikana.

Þeir brugðu sér í skoðunarferð í Reykjavík í dag, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd frá Ingimar Ingimarssyni.

Keppni í borðtennis fer fram laugardaginn 28. janúar. Keppni í karlaflokki hefst kl. 15 og í kvennaflokki kl. 16.

 

ÁMU

Aðrar fréttir