Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Euro challenge í Wales, liðakeppni laugardaginn 16. janúar 2016

Krakkarnir okkar eru heldur betur að gera góða hluti í Cardiff í Wales en á mótinu er keppt í dag í liðakeppni.  Í morgun sigruðu íslensku krakkarnir lið Möltu 4-2 og B lið Wales  5-1.  Rétt í þessu gerði liðið jafntefli við lið Luxemborg 3-3.  Nú stendur yfir leikur liðsins gegn liði frá Englandi og liðið leikur síðan við A lið Wales síðar í dag. Þeir Kári og Ingi Darvis hafa ekki enn sem komið er tapað leik á mótinu.

Góð stemmning er í hópnum.

Önnur úrslit hafa verið þau að lið frá Englandi vann B lið Wales 6-0, Luxemborg vann liðið frá Englandi 4-2, A lið Wales vann lið Möltu 6-0 og gerði það jafntefli við liðið frá Englandi.  Wales B vann svo Möltu 4-2.

Mótsstaður

Sveina

Ingi Darvis

Aðrar fréttir