Ungmennafélagið Samherjar munu vera með æfingabúðir 17. nóvember nk. Athugið að aldursflokkamótið, sem átti að vera sunnudaginn 18. nóvember verður ekki haldið þann dag heldur eftir áramót (tilkynnt 12. nóvember).

Mynd er h.v. komin á fyrirkomulag æfingabúðanna á laugardeginum 17. nóvember. Yfirumsjón með æfingabúðunum mun hafa Bjarni Þ Bjarnason þjálfari HK en hann hefur síðastliðin misseri verið í námi í borðtennisþjálfarafræðum við háskólann í Split í Króatíu.  Um er að ræða námsbraut sem komið var á laggirnar af Evrópska borðtennissambandinu (ETTU). Gefst þeim leikmönnum  og þjálfurum sem þátt taka í æfingabúðunum  þarna tækifæri til að nema það sem Bjarni hefur lært.

Auglýsingu um æfingabúðirnar er að finna í hlekk hér og dagskrá æfingabúðanna er aðgengileg hér og einnig í texta hér að neðan.

Æfingabúðir í Hrafnagili laugardaginn 17. nóvember 2018

10:00-12:00 Æfing

12:00-13:00 Matarhlé

13:30-15:30 Æfing

15:30-16:30 Æfing

16:30-18:30 Æfing

18:30 Matur

19:00-20:00 Þjálfaraspjall

Sjá nánar í frétt frá 28.10.