Aldursflokkamót Dímonar, sem er aldursflokkamót í mótaröð BTÍ, verður haldið laugardaginn 2. nóvember  2019 í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli og hefst kl.11:00. Dagskrá mótsins:
 • 11:00 Einliðaleikur hnokkar f. 2009 og yngri
 • 11:00 Einliðaleikur tátur f. 2009 og yngri
 • 11:15 Einliðaleikur piltar f. 2007 -2008
 • 11:15 Einliðaleikur telpur f . 2007 -2008
 • 11:45 Einliðaleikur sveinar f. 2005-2006
 • 11:45 Einliðaleikur meyjar f. 2005-2006
 • 11:45 Einliðaleikur drengja f. 2002-2004
 • 11:45 Einliðaleikur stúlkna f. 2002-2004
Skráningargjald er kr. 1000,- á þátttakanda. Kennitölur þurfa að fylgja skráningum. Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn 30. október  kl. 21:00 og skal skráningum skilað til [email protected] Leikið verður með hvítum  *** STIGA optimum kúlum á STIGA borðum. Leiknar verða 3 -5 lotur eftir riðlafyrirkomulagi þar sem 2 efstu komast áfram, eftir það verður leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Raðað verður eftir styrkleikalista BTÍ. Yfirdómari verður Ólafur Elí Magnússon. Mótstjórn óskar eftir að leikmenn leiki í búningum síns félags. Keppni hefst kl. 11:00 að staðartíma á Hvolsvelli. Verðlaun eru veitt fyrir fjögur efstu sæti í öllum flokkum. Í flokki 2009 og yngri fá allir þátttakendur verðlaunapening. Verðlaunaafhending verður strax að loknu móti. Aðeins er hægt að leika í einum aldursflokki. Mótstjórn:
 • Magnús Ágústsson
 • Ragnhildur Á Guðmundsdóttir
 • Reynir Björgvinsson