Varðandi borðtennisþingið sem BTÍ heldur annað hvort ár, m.a. til að kjósa stjórn, hefði það undir venjulegum kringumstæðum átt að vera eigi síðar en 1. júní nk. Í ljósi aðstæðna (einkum fjölda- og fjarlægðartakmarkana stjórnvalda sem munu gilda út maímánuð) ákvað stjórnin að betra sé að funda eftir hásumarið, þ.e. laugardaginn 8. ágúst nk. kl. 13:00. Fundurinn verður í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 6, 104 Reykjavík nema annað verði tilkynnt síðar. Möguleikar á útsendingu fundarins til þeirra sem ekki eiga kost á að komast á staðinn verða kannaðir. Auglýsing um þingið verður birt mánuði fyrir þing.