Evrópumót unglinga í Bratislava, Slóvakíu.
Unglingalandsliðið sem að þessu sinni er skipað þeim Magnúsi Gauta Úlfarssyni og Kára Ármannssyni í cadet drengja og þeim Breka Þórðarsyni, Erlendi Guðmundssyni og Magnúsi Hjartarssyni í junior drengja heldur til Slóvakíu á morgun á Evrópumót unglinga með unglingalandsliðsþjálfaranum Kristjáni Viðari Haraldssyni og liðsstjóra Davíð Jónssyni. Mótið er nú haldið í Bratislava í Slóvakíu. Liðakeppni hefst næstkomandi föstudag 10. júlí og stendur til þriðjudagsins 14. júlí. Hefst þá keppni í einstaklingskeppninni sem lýkur sunnudaginn 19. júlí.
Í liðakeppni í cadet drengja spilar íslenska liðið í riðli með Hvíta Rússlandi, Svartfjallalandi og Noregi.
Í liðakeppni í junior drengja spilar íslenska liðið í riðli með Englandi, Hollandi og San Marinó.
Hægt verður að fylgjast með gengi þeirra á heimasíðu mótsins sem er að finna hér. Einnig verða leikir sýndir á laola1.tv.
II