Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Færeyjaferð BTÍ 25.-28. október 2019

Fríður hópur ungra íslenskra borðtennisleikmanna hélt til Færeyja síðastliðinn föstudag í æfingabúðir hjá frændum okkar Færeyingum. Þeir íslensku leikmenn sem þátt tóku í æfingabúðunum voru eftirfarandi:

Stúlkur

Berglind Anna Magnúsdóttir

Þuríður Þöll Bjarnadóttir

Drengir

Askur Ingi Bjarnason

Benedikt Vilji Magnússon

Dagur Orrason

Dagur Stefánsson

Eiríkur Logi Gunnarsson

Kristófer Júlían Björnsson

Stefán Aðalgeir Stefánsson

Trausti Freyr Sigurðsson

Úlfur Hugi Sigmundsson

Þorbergur Pálmason

Fararstjóri í ferðinni var Bjarni Þorgeir Bjarnason. Einnig var með í ferðinni Sigurður Eiríksson, faðir Trausta Freys sem var hópnum til aðstoðar í ferðinni.

Hópurinn lenti í Þórshöfn um hádegisbil á föstudeginum. Fyrsta æfingin var milli kl. 16.00 og 18.00 á föstudeginum en þeir Jan Berner og Bjarni stýrðu æfingunni.

Á laugardeginum voru tvær æfingar, sú fyrri milli kl. 11.00 og 13.30 sem Bjarni stýrði og sú seinni milli kl. 15.00 og 17.30 sem Jan Berner stýrði.

Æfingarnar gengu mjög vel.

Á sunnudeginum var mót sem hófst kl. 11.00. Keppt var í einstaklingskeppni í fjórum flokkum, þ.e. U15 strákar og stelpur og U13 strákar og stelpur.

Sigur vannst í tveimur flokkum af fjórum eða í U15 strákar (Eiríkur Logi) og U13 strákar (Kristófer Júlían). Að sögn fararstjóra var mikil bæting hjá leikmönnum og má meðal annars nefna að Trausti Sigurðarson náði 5 sæti í U15 flokki drengja og Dagur Orrason varð í 3. sæti í U13 strákar.

Á sunnudagskvöldinu var hópnum boðið í keilu og hamborgara og skemmtu allir sér konunglega.

Það er því sáttur og hress hópur sem kom heim í dag, heilu og höldnu með margar góðar minningar í farteskinu. Þakkar Borðtennissambandið Færeyingum fyrir gestrisnina og fyrir að skipuleggja æfingabúðirnar.

Aðrar fréttir