Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Færeyjar sigruðu í liðakeppni kvenna á Arctic mótinu

Keppni er lokið í liðakeppni kvenna á Arctic mótinu í Færeyjum og sigruðu færeysku konurnar. Þær unnu alla sína leiki 4-1. Skv. heimasíðu færeyska borðtennissambandsins urðu hin liðin þrjú (Ísland, Grænland 1 og Grænland 2, sem naut liðsinnis Elinborgar Nygaard frá Færeyjum) jöfn því þau unnu einn leik 3-2 og töpuðu hinum 2-3. Öll þrjú liðin í 2.-4. sæti höfðu sama hlutfall unninna og tapaðra leikja, 6-9. Skv. fyrstu skoðun hafna íslensku konurnar í 4. og neðsta sæti. Tölurnar verða skoðaðar betur á morgun skv. heimasíðunni.

Lið Íslands skipuðu Aldís Rún Lárusdóttir, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir, Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir dró sig úr liðinu þann 11. maí.

Færeysku konurnar nutu liðsinnis Henriettu Nielsen, sem sigraði í einliðaleik kvenna á Arctic mótinu 2013, en þá keppti hún síðast á mótinu. Aðrar í færeyska liðinu voru Durita Nielsen og Anna Mikkjalsdóttir.

Í liðakeppni karla er ein umferð eftir og verður hún leikin að morgni 13. maí. Grænlensku karlarnir standa best að vígi, að sögn færeyska sambandsins, en færeysku karlarnir eru nálægt botninum. Íslensku karlaliðin eru þá væntanlega þar á milli.

Á myndinni af Facebook síðunni má sjá íslensku keppendurna hvílast eftir langan dag.

 

ÁMU

Aðrar fréttir