Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Fimm KR-ingar með verðlaun á Mega Cup í Osló

Ellefu leikmenn frá KR tóku þátt í 47. Mega Scandinavian Cup í Osló 30. maí – 2. júní 2019. Fyrstu tvo dagana var leikið í liðakeppni og var sú keppni óformleg. Þann 1.-2. júní var svo leikið í einliðaleik og kepptu flestir leikmenn KR í nokkrum flokkum. Í flestum flokkum var keppt í riðlum og svo leikið upp úr riðlunum í útsláttarkeppni en í nokkrum af stærstu flokkunum var aðeins leikið með einföldum útslætti. Allir leikmenn KR unnu leik í ferðinni og flestir unnu marga leiki. Tæplega 300 keppendur voru á mótinu.

Hér fyrir neðan fer samantekt á helstu úrslitum úr einstaklingskeppninni en öll úrslit má sjá hér: http://resultat.ondata.se/000625/

Eiríkur Logi Gunnarsson lék til úrslita í flokki Gutter 13A en 16 keppendur voru í flokknum. Eirík vantaði eitt stig til að sigra í flokknum en hann var yfir 2-1 í lotum og var með leikbolta í 4. lotu. Hann tapaði henni 10-12 og svo oddalotunni 9-11. Eiríkur varð í 5.-8. sæti í flokki Gutter 14A og tapaði fyrir sigurvegaranum í flokknum í 8 manna úrslitum. Þá komst Eiríkur upp úr riðlinum í flokknum Gutter 15A, þar sem hann hafnaði í 9.-10. sæti. Hann vann alls 11 leiki í einstaklingskeppninni.

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir varð í 2. sæti í flokknum Nybegynner 11y3 (9 ára byrjendur)og tapaði naumlega fyrir sigurvegaranum, sem var strákur.

Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir varð í 3.-4. sæti í flokki Jenter 15, en 17 keppendur voru í flokknum. Í flokknum Damer junior varð Kristín í 5.-8. sæti og líka í flokknum Damer B. Kristín komst líka upp úr riðlinum í flokki Damer eldre junior og varð í 9.-10. sæti af 20 keppendum. Kristín vann alls 12 leiki í einstaklingskeppninni.

Ellert Kristján Georgsson varð í  3.-4. sæti í flokknum Herrer junior, en 33 keppendur voru í flokknum.

Anna Sigurbjörnsdóttir varð í 3.-4. sæti í flokknum Damer Veteran 35, þar sem hún tapaði naumlega í undanúrslitum fyrir sigurvegaranum í flokknum. Í undanúrslitunum var Anna yfir 2-1 í lotum og tapaði 4. lotu 11-13 og síðan oddalotunni. Anna komst líka upp úr riðlinum og varð í 5.-8. sæti í flokknum Damer B.

Guðrún Gestsdóttir komst upp úr riðlinum og varð í 5.-6. sæti í flokknum Damer Veteran 35.

Lóa Floriansdóttir Zink komst upp úr riðlinum og varð í 5.-8. sæti í flokknum Damer B og tapaði fyrir sigurvegaranum í flokknum í 8 manna úrslitum.

Gestur Gunnarsson komst upp úr riðlinum í flokknum Herrer junior og varð í 17.-18. sæti af 33 keppendum.

Myndir frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.

Eiríkur Logi Gunnarsson verðlaunahafi í flokki Gutter 13A

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og aðrir verðalaunahafar í flokki byrjenda 9 ára og yngri

Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir og aðrir verðlaunahafar í flokki Jenter 15

Ellert Kristján Georgsson verðlaunahafi í flokki Herrer junior

Aðrar fréttir