Fimm leikir Akurs í 1. deild karla fóru fram um síðustu helgi
Akursmenn léku fimm leiki í 1. deild karla við A, C og D-lið Víkings
í Reykjavík um helgina. Bæði
var um að ræða heimaleiki og útileiki.
Jacob Jørgensen, danskur leikmaður Akurs, lék með liðinu í fyrsta skipti í vetur og vann alla 10 einliðaleiki sína. Jacob hefur leikið í Danmörku í vetur og er greinilega í góðu formi. Markús Meckl, sem oft hefur verið drúgur fyrir Akur, náði hins vegar ekki að landa sigri í þessari ferð.
Úrslit leikjanna
Víkingur-C Akur-A 4-3
Víkingur-D Akur-A 4-2
Akur-A Víkingur-C 2–4
Akur-A Víkingur-D 4-1
Akur-A Víkingur-A 3-4
Staðan í 1. deild karla skýrist betur að loknum þessum leikjum. Þrjú lið hafa unnið einn leik, Akur-A, Víkingur-B og Víkingur-D. Víkingur-B hefur þó aðeins leikið 5 leiki og á m.a. eftir báða leikina við Akur og Víking-D. Víkingur-D hefur leikið 6 leiki og Akur 7.
Jacob Jørgensen
ÁMU