Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Fín þátttaka í borðtenniskeppni Unglingalandsmóts UMFÍ

Keppni í borðtennis á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi fór fram sunnudaginn 4. ágúst. Keppt var í fjórum flokkum, 11-14 ára flokkum stráka og stelpna og 15-18 ára flokkum drengja og stúlkna. Skráðir keppendur voru 105 en á níunda tug keppenda mættu til leiks. Keppendur komu víðs vegar að af landinu, en flestir komu frá Selfossi eða 26 talsins.

Verðlaunahafar voru þessir:

11-14 ára strákar
1. Jón Arnar Ólafsson, Umf. Selfoss
2. Almar Elí Ólafsson, Umf. Selfoss
3.-4. Heiðar Smári Ísgeirsson, ÍA
3.-4. Ísak Daði Eðvarðsson, UMSB

11-14 ára stelpur
1. Bergþóra Hauksdóttir, Umf. Selfoss
2. Ásta Kristín Ólafsdóttir, Umf. Selfoss
3.-4. Tekla Tíbrá Freysdóttir, Umf. Þristur
3.-4. Árbjörg Ynja Emilsdóttir, HK

15-18 ára strákar
1. Gabríel Glói Freysson, Umf. Þristur
2. Benjamín Óli Ólafsson, Umf. Selfoss
3.-4. Hinrik Freyr Sigurbjörnsson, Umf. Efling
3.-4. Ísak Adolfsson, Umf. Selfoss

15-18 ára stelpur
1. Lea Dalstein Ingimarsdóttir, UMSE
2. Þórkatla Þyrí Sturludóttir, ÍA
3. Ásdís Inga Gunnarsdóttir, UMSE
4. Steinunn Davíðsdóttir, BM

Úrslit úr öllum leikjum á mótinu má sjá á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/tournament/827c36c0-8f83-4e76-b260-08eeb4530115 og fara keppendur á mótinu inn á styrkleikalista BTÍ, sem er birtur á síðu Tournament Software. Listinn verður næst uppfærður 1. október 2024.

Næsta unglingalandsmót verður að ári á Egilsstöðum.

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Aldís Rún Lárusdóttir með formanni UMFÍ.

Myndir frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, teknar af henni og Valdimar Leó Friðrikssyni.

Aðrar fréttir