Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Finlandia open hefst á morgun 7. desember

Á morgun fimmtudag hefst Finlandia Open sem haldið er í Kisakallio höllinni í Lohja sem er í  45 km fjarlægð frá Helsinki. Höllin er umkringd 250 hektara villtum skógi, svæði sem kallað er “Karnaistenkorpi”.

Á mótinu keppa landsliðsmennirnir Birgir Ívarsson, Ingi Darvis Rodriguez, Magnús Jóhann Hjartarson og Magnús Gauti Úlfarsson. Með í för er landsliðsþjálfarinn  Ólafur Þór Rafnsson. Hélt hópurinn til Finnlands snemma í morgun.

Nánari upplýsingar um höllina er hægt að finna hér: https://www.kisakallio.fi/en/frontpage

Á mótinu er keppt í liðakeppni og einstaklingskeppni. Lið og leikmenn á mótinu koma í karlaflokki frá Austurríki, Azerbaidjan, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Englandi, Spáni, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Ungverjalandi, Íslandi, Ísrael, Japan, Kazakstan, Lúxemborg, Noregi, Nepal, Perú, Katar, Rússlandi, Skotlandi, Senegal, San Marino, Sviss, Svíþjóð, Slóvakíu, Úkraínu og Wales.

 Liðakeppnin fer fram á einum degi á morgun og verða úrslitin annað kvöld. Um einfaldan útslátt er að ræða þar sem vinna þarf tvo leiki. Þ.e. A spilar gegn X og B við Y og síðan tvíliðaleikur ef með þarf til að knýja fram úrslit.  Hér að neðan má sjá dráttinn í liðakeppninni sem fram fór fyrr í kvöld.  Einnig má finna dráttinn í karlaflokki hér og kvennaflokki hér.

Einstaklingskeppnin hefst síðan á föstudag og lýkur nk. sunnudaginn. Hér er listi yfir þátttakendur í einstaklingskeppninni.  Dráttur í þeirri keppni fer fram á morgun föstudag. Vinna þarf 4 lotur til að vinna leik. Útsláttarfyrirkomulag er í keppninni þar sem spilað verður um öll sæti. Þetta þýðir að hver leikmaður mun leika u.þ.b. sex leiki.

Sigurvegari síðasta árs í karlaflokki var Hokuto Koriyama frá Japan og í kvennaflokki Minami Ando. Peningaverðlaun eru á mótinu fyrir átta efstu sætin í  einstaklingskeppninni., Heildarfjárhæð vinninga er um  7.000 Evrur.

Undirbúningur mótshaldara fyrr í vikunni

 

 

Aðrar fréttir