Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Fjórir landsliðsmenn við æfingar í Noregi

Fjórir ungir landsliðsmenn stunda æfingar í Bergen í Noregi þessa vikuna, en Aleksey landsliðsþjálfari er þjálfari í klúbbnum þar sem er æft. Hópinn skipa Birgir Ívarsson, BH, Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi, Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi. Þau héldu til Bergen 13. janúar og koma flest aftur heim 19. janúar nema Birgir, sem kemur heim á undan.

Á meðan á dvölinni stendur verður æft tvisvar á dag og koma leikmennirnir örugglega reynslunni ríkari heim.

Mynd frá æfingu í Bergen frá Ingimar Ingimarssyni.

 

ÁMU

Aðrar fréttir