Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Fleiri frestanir

Enn og aftur neyðist mótastjórn til að fresta viðburðum og nú falla niður landsliðsæfingabúðir karla sem áttu að vera 22. og 23. nóvember og nauðsynlegt er að að færa bikarkeppni félaganna sem og 5. og 6. umferð í deildarkeppni. Verið er að skoða hvenær hægt verður að halda bikarkeppnina en ákveðið hefur verið að hafa deildarhelgi fyrir 5. og 6. umferð dagana 9. og 10. janúar 2021. Ekki er búið að tímasetja umferðir í norðurriðli sem hefur þurft að fresta.

Enn fremur hefur verið ákveðið að halda ekki flokkakeppni
unglinga þetta tímabil og ekki bæta við aldursflokkamóti sem enn átti eftir að
koma að á mótaskrá. Dagskrá vorannar er orðin þéttskipuð og ef fleiri frestanir
verða þá getur komið til þess að fella þurfi niður mót til að geta komið að
leikjadögum fyrir deildarkeppni og mun mótanefnd áfram reyna að vinna eftir
viðmiðum sem hún setti sér fyrr í vetur.

Aðrar fréttir