Fleiri Íslendingar með verðlaun á Roskilde cup
Íslensku keppendurnir héldu áfram keppni á Roskilde cup í Hróarskeldu sunnudaginn 5. febrúar.
Hergill Frosti Friðriksson, BH sigraði í flokki Drenge D, en hann sigraði Kristján Ágúst Ármann úr BH í úrslitum.
Hergil, Kristján og Heiðar Leó Sölvason, BH, féllu úr leik í 8 manna úrslitum í flokki Drenge C.
Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson féllu úr leik í 8 manna úrslitum í flokki Herre 1. kl.
Myndir frá Ingimar Ingimarssyni.