Flottu Íslandsmóti unglinga árið 2017 lokið
Íslandsmót unglinga í borðtennis þetta árið lauk nú um helgina. Mótið fór að þessu sinni fram á Hvolsvelli undir umsjón Borðtennisdeildar Dímonar.
Yfir 100 keppendur voru skráðir til leiks frá 10 félögum. Virkilega var gaman að sjá hversu fjöldinn allur af fólki var saman komin á þessa miklu borðtennishátíð, hvort sem það voru keppendur, þjálfarar, aðstandendur eða starfsmenn. Þegar mest lét var sjálfsagt saman komin um 200 manns í íþróttahúsinu.
Flottir taktar voru sýndir á mótinu og er óhætt að segja að framtíðin sé björt innan hreyfingarinnar.
Borðtennisdeild Dímonar vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu leið sína austur og fyrir samveruna um helgina. Jafnframt vill deildin færa þakkir heilar til þeirra sem að mótinu komu með einum eða öðrum hætti og þeim fjölda sjálfboðaliða sem hjálpuðu til að gera þetta mót þannig mikill sómi væri að; dómurum, fletturum, starfsmönnum við uppsetningu og frágang o.fl.
Deildin vill koma sérstökum þökkum til Ástu Urbancic, sem vann gríðarlega óeigingjarnt og mikið starf fyrir mótið við að keyra inn allar skráningarnar í tournament software. Það forrit átti heldur betur eftir að reynast mótsstjórn vel. Sömuleiðis vill deildin færar þakkir miklar til pingpong.is fyrir þann fjölda allan af keppniskúlum sem deildinni var gefið fyrir mót.
Björn Guðlaugsson ljósmyndari sá um að ljósmynda mótið um helgina og eru þær nú aðgengilegar hér á myndavefsíðu BTÍ. Deildin færir Birni kærar þakkir fyrir. (forsíðumynd eftir Björn Á Guðlaugsson)
http://btisland.zenfolio.com/p790510971
Verðlaunahafa má sjá hér:
Tvenndarkeppni f 1999-2001
1 Birgir Ívarsson+Þórunn Ásta Árnadóttir BH/Víkingur
2 Magnús Gauti Úlfarsson+Stella Karen Kristjánsdóttir BH/Víkingur
3-4 Karl Andersson Claesson+Lára Ívarsdóttir KR
3-4 Ellert Kristján Georgsson+Ársól Arnardóttir KR
Tvíliðaleikur stúlkna f 1999-2001
1 Þórunn Ásta Árnadóttir+Stella Karen Kristjánsdóttir Víkingur
2 Ársól Arnardóttir+Sveina Rósa Sigurðardóttir KR
Tvíliðaleikur drengja f 1999-2001
1 Birgir Ívarsson+Magnús Gauti Úlfarsson BH
2 Kári Ármannsson+Ellert Kristján Georgsson KR
3-4 Karl Andersson Claesson+Gestur Gunnarsson KR
3-4 Elvar Kjartansson+Jóhannes Kári Yngvason KR
Einliðaleikur stúlkna f 1999-2001
1 Stella Karen Kristjánsdóttir Víkingur
2 Ársól Arnardóttir KR
3 Þórunn Ásta Árnadóttir Víkingur
Einliðaleikur drengja f 1999-2001
1 Magnús Gauti Úlfarsson BH
2 Kári Ármannsson KR
3-4 Birgir Ívarsson BH
3-4 Ellert Kristján Georgsson KR
Tvíliðaleikur meyja f 2002-2003
1 Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir+Þóra Þórisdóttir KR
2 Lóa Floriansdóttir Zink+Lára Ívarsdóttir KR
Tvíliðaleikur sveina f 2002-2003
1 Ingi Darvis Rodriguez+Ísak Indriði Unnarsson Víkingur
2 Ingi Brjánsson+Eiríkur Logi Gunnarsson KR
3-4 Arngrímur Bragason+Thor Thors KR
3-4 Matthías Benjamínsson+Elvar Hólm Thorarensen Æskan/Akur
Einliðaleikur meyja f 2002-2003
1 Sveina Rósa Sigurðardóttir KR
2 Þóra Þórisdóttir KR
3 Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir KR
4 Lára Ívarsdóttir KR
Einliðaleikur sveina f 2002-2003
1 Ingi Darvis Rodriguez Víkingur
2 Ísak Indriði Unnarsson Víkingur
3-4 Ingi Brjánsson KR
3-4 Arthurs Stankus HK
Einliðaleikur telpna f 2004-2005
1 Karitas Ármannsdóttir KR
2 Hildur Marín Gísladóttir Ungmf. Samherjar
3-4 Hildur Halla Þorvaldsdóttir KR
3-4 Málfríður Rósa Gunnarsdóttir KR
Einliðaleikur pilta f 2004-2005
1 Heiðmar Örn Sigmarsson Ungmf. Samherjar
2 Steinar Andrason KR
3-4 Ari Benediktsson KR
3-4 Eiríkur Logi Gunnarsson KR
Tvenndarkeppni f 2002 og síðar
1 Ingi Darvis Rodriguez+Agnes Brynjarsdóttir Víkingur
2 Ingi Brjánsson+Sveina Rósa Sigurðardóttir KR
3-4 Eiríkur Logi Gunnarsson+Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir KR
3-4 Ari Benediktsson+Hildur Halla Þorvaldsdóttir KR
Tvíliðaleikur telpna f 2004 og síðar
1 Karitas Ármannsdóttir+Hildur Marín Gísladóttir KR/Ungmf. Samherjar
2 Alexía Kristínardóttir Mixa+Sól Kristínardóttir Mixa BH
3-4 Agnes Brynjarsdóttir+Berglind Anna Magnúsdóttir Víkingur/KR
3-4 Þuríður Þöll Bjarnadóttir+Hildur Halla Þorvaldsdóttir KR
Tvíliðaleikur pilta f 2004 og síðar
1 Heiðmar Örn Sigmarsson+Úlfur Hugi Sigmundsson Ungmf. Samherjar
2 Steinar Andrason+Ari Benediktsson KR
3-4 Karl Jóhann Halldórsson+Alexander Ivanov BH
3-4 Elvin Gyðuson Hemstock+Benedikt Vilji Magnússon KR
Einliðaleikur táta f 2006 og síðar
1 Agnes Brynjarsdóttir Víkingur
2 Sól Kristínardóttir Mixa BH
3-4 Berglind Anna Magnúsdóttir KR
3-4 Alexía Kristínardóttir Mixa BH
Einliðaleikur hnokka f 2006 og síðar
1 Alexander Ivanov BH
2 Birkir Smári Traustason BH
3-4 Kristófer Logi Ellertsson BH
3-4 Sumarliði Erlendsson Garpur
Einnig má benda á að öll úrslit má finna hér: http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=945977A2-D0F6-43BB-A452-90EDE7770609