Forseti ÍSÍ bráðkvaddur
Ljósmynd, ÍSÍ
Ólafur Eðvarð Rafnsson, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, er látinn fimmtugur að aldri en hann var bráðkvaddur í Sviss fyrr í dag þar sem hann sótti fund miðstjórnar FIBA World (Alþjóðakörfuknattleikssambandsins). Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSÍ. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.