Frábær þátttaka á Íslandsmóti unglinga
Alls eru 120 leikmenn skráðir til leiks á Íslandsmóti unglinga, sem fram fer í KR-heimilinu við Frostaskjól 30.-31. mars. Þetta er mun meiri þátttaka en undanfarin ár. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá hveru góð þátttakan er utan af landi.
Keppendurnir koma frá niu félögum: Akri, BH, Dímon, Garpi, HK, KR, Umf. Heklu, Umf. Samherjum og Víkingi.
Drátturinn í mótið hefur verið birtur á vef Tournament Software,
http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=638962A6-3A5B-4F6F-A83F-20BDA8B34AFD .
Á forsíðumyndinni má sjá verðlaunahafa á Íslandsmóti unglinga 2018.
ÁMU