Frakkar unnu tvöfalt í liðakeppni á Evrópumeistaramóti unglinga í borðtennis
Frönsku drengirnir unnu tvöfaldan sigur í liðakeppni á Evrópumeistaramóti unglinga, sem fram fer í Schwechat í Austurríki þessa dagana. Frakkar urðu Evrópumeistarar bæði í liðakeppni kadett sveina og junior drengja.
Þýsku stúlkurnar sigruðu í kadettflokki meyja og rúmensku stúlkurnar hömpuðu Evrópumeistaratitlinum í juniorflokki stúlkna.
Bendik Brekke Þorfinnsson, sonur Þorfinns Guðmundssonar, var í norska liðinu í flokki sveina 15 ára og yngri. Bendik hefur bæði íslenskt og norskt ríkisfang. Bendik vann 2 af 5 leikjum sínum í liðakeppninni. Noregur hafnaði í 31. sæti í flokknum. Hann var fyrir mótið nr. 68 á styrkleikalista Evrópska borðtennissambandsins í kadettflokki, en var nr. 218 á sama tíma í fyrra.
ÁMU
Frönsku sveina og drengja Evrópumeistaraliðin (Mynd ETTU)