Frestun deildarkeppni
Keppni í Keldudeild og 2. deild sem átti að fara fram helgina 10.-11. apríl hefur verið frestað.
Þó svo að borðtennisiðkun sé heimil ef ströngum sóttvarnarreglum er fylgt þá er ekki leyfilegt að leika tvíliða- og tvenndarleik skv. núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir og því ekki hægt að spila umferðir í deildarkeppninni. Reglugerðin gildir til og með 15. apríl en ekki er búið að ákveða hvenær frestaðar umferðir fara fram. Það verður skoðað og ákveðið með hliðsjón af nýrri reglugerð þegar hún liggur fyrir.
Reikna má með að það þurfi að færa til úrslitakeppni 2. deildar sem og undanúrslit og úrslit Keldudeildar en það verður ákveðið og tilkynnt síðar.