Fréttir af Riga förum, Mini Cadet og Cadet, Riga City Council´s Cup
Íslenski hópurinn kom seint í gærkvöldi til Riga í Lettlandi og gekk ferðalagið vel. Beið eftir hópnum veisla á hótelinu en í flugvélinni sem hópurinn kom með voru 33 keppendur frá ýmsum þjóðum. Fóru krakkarnir að því loknu í háttinn enda byrjaði keppni í morgun hjá yngstu krökkunum (Mini cadet fædd 2006 og síðar) kl. 09.00 að íslenskum tíma. Kalt er í Riga (kringum 20 stiga frost og rakt).
Frammistaða allra krakkana í dag var framar vonum. Mótið er nokkuð sterkt og eru allir krakkarnir að spila á sínu fyrsta alþjóðlega móti. Jázeps Máni Meckl varð fyrir ofan miðju í mini cadet drengja (20 sæti af 41) og Kristófer Júlían Björnsson í 23 sæti en báðir unnu þeir þrjá leiki í dag. Stelpurnar áttu frábæra spretti og unnu einnig leiki og endaði Agnes Brynjarsdóttir í 15 sæti, Alexía Kristínardóttir Mixa í 18 sæti, Sól Kristínardóttir Mixa í 21. sæti og Berglind Anna Magnúsdóttir í 22. sæti.
Á morgun verður spilað í Cadet og á sunnudag verður spilað í Junior. Yngri krakkarnir sem léku í dag í Mini Cadet munu spila upp fyrir sig í Cadet og þau Heiðmar Örn Sigmarsson, Steinar Andrason, Matiss Meckl, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir og Þóra Þórisdóttir keppa í Cadet flokki.
Langur, strangur og skemmtilegur dagur framundan á morgun með fullt af frábærum borðtennis.
Í dag var hægt að fylgjast með sumum leikjum í á þessari slóð: https://livestream.com/accounts/9975088/events/8070442
Verður líklega hægt að fylgjast með keppninni á þessari slóð á morgun en keppnin hefst klukkan 09.00 að íslenskum tíma.
Að neðan er að finna nokkrar myndir sem Riga farar hafa tekið í gær og í dag.