Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Fyrirlestur sjúkraþjálfara nk. fimmtudag 24. nóvember kl. 18.00

Minnt er á fyrirlestur sjúkraþjálfara sem haldinn verður á vegum BTÍ í sal BH í Strandgötunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 24. nóvember nk.  Fyrirlesari er  Þórhalla Andrésdóttir löggiltur sjúkraþjálfari og líkamsræktarþjálfari.  Mun Þórhalla m.a. fjalla um rétt jafnvægi í æfingum, mikilvægi æfinga utan æfinga við borðtennisborðið, ofþjálfun og hvernig best sé að bregðast við álagsmeiðslum.  Mun hún jafnframt opna fyrir spurningum úr sal.

Fyrirlesturinn er fyrir landsliðshópa fullorðinna og unglinga, þjálfara félaga innan BTÍ og eru formenn félaganna einnig velkomnir á fundinn.

BTÍ vonast til þess að flestir sjái sér fært um að mæta.  Borið hefur á álagsmeiðslum meðal leikmanna félaga upp á síðkastið og fyrirlesturinn fróðlegur m.a. fyrir þær sakir.

Aðrar fréttir