Fyrri úrslitaleikurinn í kvennadeildinni, HK – KR
Í kvöld fór fram fyrri úrslitaleikurinn í deildarkeppni kvenna íþróttahúsi KR við Hagaskóla. Í liði HK léku þær Hrefna Namfa Finnsdóttir og Kolfinna Bjarnadóttir og í liði KR þær Sigrún Ebba Tómasdóttir Urbancic, Aldís Rún Lárusdóttir og Guðrún Björnsdóttir.
KR vann leikinn 3-0 en tveir leikjanna fóru í oddalotu og gátu þeir endað á hvorn veg sem er.
Úrslit einstakra leikja:
Sigrún Ebba (KR) – Hrefna Namfa (HK) 11-5, 11-4, 11-1 3-0 (1-0)
Guðrún G (KR) – Kolfinna (HK) 7-11, 11-5, 14-12, 5-11, 11-9 3-2 (2-0)
Guðrún/Sigrún (KR) – Hrefna/Kolfinna (HK) 3-11, 7-11, 12-10, 11-3, 11-5 3-2 (3-0)
Seinni leikur liðanna er íþróttahúsi HK næsta mánudag 25. maí kl. 20.00.