Þá er komið að því!
Fyrsta Grand prix mót vetrarins verður haldið í TBR húsinu laugardaginn 5. nóvember nk.  Skipuleggjandi mótsins er borðtennisdeild Víkings.  Keppt verður í opnum flokkum karla og kvenna í einföldum úrslætti (fjórar lotur unnar).  Leikið verður einnig í B keppni fyrir þá keppendur sem tapa í 1. umferð í opnum flokki karla og kvenna.