Fyrstu verðlaunahafar Borðtennisfélags Reykjanesbæjar á Íslandsmóti
Á Íslandsmóti unglinga, helgina 8.-9. maí sl. urðu tveir ungir leikmenn nýstofnaðs Borðtennisfélags Reykjanesbæjar fyrstu leikmenn félagsins til að vinna til verðlauna á Íslandsmóti í borðtennis sem leikmenn BR.
Þetta voru þeir Dawid May-Majewski og Ingi Rafn Daviðsson, sem unnu bronsverðlaun í einliðaleik hnokka fæddra 2010 og síðar.
Þá fékk Eyþór Stefánsson frá Umf. Selfossi brons í einliðaleik sveina fæddra 2006-2007 og er hann líklega fyrsti verðlaunahafi Umf. Selfoss á Íslandsmóti í borðtennis.