Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Garpur eignast tvo nýja dómara

Tveir nýir dómarar stóðust landsdómarapróf í Laugalandi í dag, þau Esja Sigríður og Víkingur Almar úr Garpi. Borðtennissamband Íslands býður þau velkominn í hóp landsdómara og óskar þeim velfarnaðar í starfi.

Landsdómarapróf er erfitt og krefst talsverðs skilnings á reglum íþróttarinnar. Í þetta sinn tóku níu dómaraefni prófið með ofangreindum árangri. Garpsmenn stefna að því að ná fleiri dómurum í hóp landsdómara á þessu tímabili og er markið sett á annað dómarapróf í Laugalandi öðru hvorum megin við áramót.

Aðrar fréttir