Garpur, HK-D og KR-D ósigruð eftir fyrsta leikdag í 3. deild
Keppni í 3. deild hófst í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi sunnudaginn 2. október. Alls eru 11 lið skráð í deildina og leika þau í tveimur riðlum.
HK-D hefur 4 stig og BH-C, KR-C, KR-E og Víkingur-D hafa 2 stig í A-riðli eftir tvær umferðir.
Í B-riðli voru aðeins leiknir tveir leikir þennan daginn. Lið Garps og KR-D unnu sína leiki og hafa 2 stig í riðlinum.
Þrjú lið í deildinni eru eingöngu skipuð konum, BR-D, KR-C og KR-F. Auk þess leika konur í nokkrum öðrum liðum. Aðeins leika tvö liið í 1. deild kvenna á þessu keppnistímabili, KR og Víkingur.
Úrslit úr einstökum viðureignum:
A-riðill
Dagsetning | Tími | Staður | Lið 1 | Lið 2 | Úrslit | |
sun. 2.10.2022 | 10:00 | Íþróttahús Snælandsskóla | KR-E | – | KR-C | 3-6 |
sun. 2.10.2022 | 10:00 | Íþróttahús Snælandsskóla | BR-C | – | BH-C | 0-6 |
sun. 2.10.2022 | 10:00 | Íþróttahús Snælandsskóla | Víkingur-D | – | HK-D | 3-6 |
sun. 2.10.2022 | 14:00 | Íþróttahús Snælandsskóla | Víkingur-D | – | BR-C | 6-0 |
sun. 2.10.2022 | 14:00 | Íþróttahús Snælandsskóla | BH-C | – | KR-E | 1-6 |
sun. 2.10.2022 | 14:00 | Íþróttahús Snælandsskóla | HK-D | – | KR-C | 6-1 |
B-riðill
Dagsetning | Tími | Staður | Lið 1 | Lið 2 | Úrslit | |
sun. 2.10.2022 | 10:00 | Íþróttahús Snælandsskóla | KR-F | – | KR-D | 2-6 |
sun. 2.10.2022 | 14:00 | Íþróttahús Snælandsskóla | Garpur-A | – | KR-F | 6-2 |
Einn frestaður leikur frá 2. október verður leikinn 16. október en næsti leikdagur í deildinni er sunnudagurinn 30. október en þá verður leikið í Íþróttahúsi Hagaskóla.
Á næstunni verða úrslitin úr einstökum leikjum sett inn á vef deildarinnar hjá Tournament Software, sjá
https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=DA6C02A2-BF7F-4B6E-A2CE-25205EA2826A
Á forsíðunni má sjá liðsmenn KR-C 2. okt. Mynd: Finnur Hrafn Jónsson.