Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Gengi Íslendinganna á SAFIR Open í Svíþjóð

Þeir Ingi Davis Rodriguez, Magnús Gauti Úlfarsson og Matthías Sandholt kepptu nú um helgina á SAFIR Open í Svíþjóð. Með þeim í ferðinni var landsliðsþjálfarinn Peter Nilson. Sól Kristínardóttir Mixa átti einnig að taka þátt en komst því miður ekki með vegna meiðsla.

Ingi Davis gerði sér lítið fyrir og komst upp úr riðlakeppninni í ELITE flokknum  þar sem hann vann Svíann Oscar Larsson og  Francesco Bonato frá Englandi. Hann var nálægt því að vinna Emil Friis Hansen sem spilar í Superettan í Svíþjóð en tapaði í oddalotu 12-10. Upp úr riðli keppti Darvis vð Emil Haglund frá Svíþjóð sem hann vann . Í næstu umferð tapaði hann fyrir Dennis Larsson 3-1. 

Magnús Gauti vann í riðlakeppninni Aleksandar Kotromanac frá Svíþjóð. Næst keppti hann við Larry Trumpauskas frá Englandi en tapaði fyrir honum í oddalotu. Þessu næst keppti hann við Simon Liljuegren frá Svíþjóð en náði sér ekki á strik og tapaði 3-0. Hefði hann unnið þar hefði hann komist upp úr riðlakeppninni. Á laugardeginum keppti Magnús Gauti í Mens single class 1 en þar var útsláttarkeppni. Í fyrstu umferð vann Magnús Gauti Philp Aasen frá Noregi. Í annarri umferð vann hann Walker Keiran frá Englandi en varð svo að játa sig sigraðan í næstu umferð á eftir þar sem hann keppti við Luca Elsen frá Lúxemborg.

Matthías vann í riðlakeppninni Geir Erlandsen frá Noregi og Peiman Fouladi frá Svíþjóð. Sterkur sigur þar en Peiman spilar í Superettan í Svíþjóð. Hann átti góðan leik gegn Ralph Pattison frá Englandi en varð þar að játa sig sigraðan. Líkt og Magnús Gauti þá komst hann því miður ekki upp úr riðlinum vegna lotuhlutfalls.

Flottur árangur hjá strákunum í Svíþjóð og stígandi í leik þeirra á mótinu.

Aðrar fréttir