Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Gestirnir frá Wales sigursælir á afmælismóti KR

Gestirnir frá Wales voru sigursælir á afmælismóti Borðtennisdeildar KR í borðtennis, sem fram fór í Íþróttahúsi Hagaskóla 22. september. Þau röðuðu sér í verðlaunasætin bæði í opnum flokki karla og kvenna. Marc Castro sigraði í opnum flokki karla og Lauren Stacey í opnum flokki kvenna. Ellert Kristján Georgsson úr KR varð í 3.-4. sæti í opnum flokki karla og Agnes Brynjarsdóttir úr Víkingi hafnaði í 3.-4. sæti í opnum flokki kvenna.

Í 2. flokki karla sigraði Guðjón Páll Tómasson, KR Benedikt Vilja Magnússon 11-9 í oddalotu.

Sandra Dis Guðmundsdóttir, BH var öruggur sigurvegari í 2. flokki kvenna og tapaði ekki lotu en Þórdís Lilja Jónsdóttir, BH varð í 2. sæti.

Alls voru 58 keppendur frá fimm félögum skráðir til leiks auk gestanna sex frá Wales.

Verðlaunahafar:

Opinn flokkur karla

  • 1. Marc Castro, Wales
  • 2. Jacob Young, Wales
  • 3.-4. Ellert Kristján Georgsson, KR
  • 3.-4. Rhys Hetherton, Wales

Opinn flokkur kvenna

  • 1. Lauren Stacey, Wales
  • 2. Lydia John, Wales
  • 3.-4. Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi
  • 3.-4. Sasha Lewis, Wales

2. flokkur karla

  • 1. Guðjón Páll Tómasson, KR
  • 2. Benedikt Vilji Magnússon, KR
  • 3.-4. Birkir Smári Traustason, BH
  • 3.-4. Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH

2. flokkur kvenna

  • 1. Sandra Dís Guðmundsdóttir, BH
  • 2. Þórdís Lilja Jónsdóttir, BH
  • 3. Sigríður Helga Magnúsdóttir, KR
  • 4. Jóhanna Pálmadóttir Skowronski, KR

Úrslit úr öllum leikjum á afmælismótinu má sjá á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=9D7AABBB-91E0-4E6D-B072-8B2C106C15FB

Laugardaginn 21. september léku lið frá KR og Wales í liðakeppni í þremur aldursflokkum. Í hverju liði var einn karla og ein kona og leiknir þrír leikir. Wales sigraði í öllum flokkum. Þau unnu 3-0 í fullorðinsflokki, 2-1 í juniorflokki og 2-1 í kadettflokki. Sjá nánar á https://www.kr.is/bordtennis/wales-sigradi-kr-i-lidakeppni/ .

Úrslit úr leikjunum í liðakeppni má sjá á slóðinni http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=5043418D-7D01-4F0C-862D-FE93E2D81E69

Mynd á forsíðu af liðunum í liðakeppninni og myndir af verðlaunahöfum frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur en mynd af verðlaunahöfum í kvennaflokki frá Finni Hrafni Jónssyni.

Uppfært 25.9.

Aðrar fréttir