Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Gestur Gunnarsson og Stella Karen Kristjánsdóttir hækkuðu mest á styrkleikalistanum 2017-2018

Gestur Gunnarsson, KR, hækkaði mest allra á styrkleikalista BTÍ frá 1. júlí 2017 til 1. júní 2018 en Gestur bætti sig um 186 stig á milli ára. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi, hækkaði mest allra kvenna á listanum á sama tíma, eða um 167 stig.

Næstmest kvenna hækkaði Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi en hún hækkaði um 157 stig. Þar á eftir kom Lára Ívarsdóttir úr KR, sem hækkaði um 120 stig. Það hefur sjaldan gerst að kvenkyns borðtennisspilari bætti við sig 100 stigum á milli ára, og nú náðu þrjár konur þeim áfanga.

Magnús Gauti Úlfarsson úr BH hækkaði næstmest karla og bætti sig um 153 stig á milli ára. Fast á eftir komu Eiríkur Logi Gunnarsson, KR (149 stig), Ellert Kristján Georgsson, KR (143 stig), Örn Þórðarson, HK (139 stig), Birgir Ívarsson, BH (131 stig) og Sindri Þór Sigurðsson, Víkingi (130 stig). Aðrir sem bættu við sig meira en 100 stigum voru Óskar Agnarsson, HK (114 stig) og Kristófer Júlían Björnsson, BH (106 stig).

Leiða má líkum að því að bróðurpartur þeirra sem hafa óbreyttan stigafjölda á styrkleikalista 1. júní 2018 og 1. júlí 2017 hafi ekki leikið einliðaleik keppnistímabilið 2017-2018.

Skv. þessari samantekt tóku um tvöfalt fleiri nýjar konur þátt í mótum keppnistímabilið 2017-2018 en árið áður. Nýjum körlum á styrkleikalistanum fjölgaði einnig en ekki eins mikið og konunum.

Sjá nánar í viðhengjum:

Styrkleikalisti 2018-2017 konur samanburður

Styrkleikalisti 2018-2017 karlar samanburður

 

Á forsíðumyndinni má sjá Gest og Ellert þegar þær æfðu hjá sænska félaginu Askim, fyrr á þessu ári. Mynd af Stellu og Magnúsi Gauta tekin að loknu Íslandsmóti vorið 2018.

 

ÁMU

Aðrar fréttir