Gestur Gunnarsson ráðinn sem verkefnastjóri
Í framhaldi af auglýsingu BTÍ 27. september sl. tók ráðningarnefnd viðtöl við umsækjendur og komst ásamt stjórn að þeirri niðurstöðu að ráða Gest Gunnarsson í stöðu verkefnastjóra, sem verktaka.
Gestur hefur ásamt Bjarna Þ. Bjarnasyni séð um unglingalandsliðsæfingar í haust og þótti heppilegt að fá liðsstyrk í það verkefni að bóka ferðir og gistingu, frá einstaklingi sem er þegar í góðum samskiptum við leikmenn og foreldra vegna slíkra ferða.
Skapist rými fyrir ráðningar vegna frekari verkefna á næstu misserum, svo sem vegna afreksmála eða útbreiðslu mun sambandið hafa það til áframhaldandi skoðunar. Verður þá sjónum beint að einstaklingi með reynslu í slíkum málum