Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Gestur Gunnarsson valinn til að fara til Ólympíu

Gestur Gunnarsson, borðtennismaður úr KR, var ásamt Erlu Marý Sigurpálsdóttur valinn úr hópi umsækjenda til að sækja námskeið Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 10.-22. júní. Námskeiðið er haldið árlega og stendur tveimur einstaklingum á aldrinum 20-30 ára til boða að taka þátt og er ferðin þeim að kostnaðarlausu.
Þátttakendur tóku þátt í alþjóðlegu námskeiðahaldi í tæpar tvær vikur og bjuggu á heimavist Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu.

Sjá nánar á vef ÍSÍ: https://isi.is/frettir/frett/2023/06/08/A-leid-til-Olympiu/

Mynd á forsíðu frá Gesti en þar er hann að kynna niðurstöður hópverkefnis.

Aðrar fréttir