Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Gestur, Magnús Gauti og Magnús Jóhann léku í Wolverhampton

Þeir Gestur Gunnarsson, KR, Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi, léku á Grand Prix móti í Wolverhampton í Englandi um miðjan júlímánuð. Mótið var hluti af Grand Prix mótaröðinni í Englandi og er leikið í nokkrum flokkum.

Þeir félagar léku allir í nokkrum flokkum. Magnús Jóhann var sá eini sem komst í verðlaunasæti, en hann varð í 3.-4. sæti í Band 2 flokki, þar sem hann tapaði í undanúrslitum fyrir sigurvegaranum í flokknum.

Þeir félagar mæla með þessum mótum á Englandi fyrir íslenska leikmenn sem vilja reyna fyrir sér erlendis.

Hér má sjá upplýsingar um verðlaunahafa á mótinu: https://www.tabletennisengland.co.uk/top-seeds-mcbeath-and-patterson-star-in-wolverhampton/

Forsíðumynd frá Magnúsi Jóhanni.

Aðrar fréttir