Góð frammistaða íslenskra leikmanna í Svíþjóð
Leikið var í sænsku deildakeppninni laugardaginn 12. október, þar sem Ingi Darvis Rodriguez leikur með Horreds BTK í superettan deildinni. Magnús Jóhann Hjartarson spilar með IF Ale og Magnús Gauti Úlfarsson með IFK Lund B2, báðir í SSS-hluta 2. deildar.
Ingi Darvis vann báða leiki sína gegn Kosta SK, þar á meðal gegn Malte Möregårdh og finnska landsliðsmanninum Aleksi Räsänen, en tapaði tvíliðaleik.
Magnús Gauti vann tvo leiki af þremur gegn Falkenberg og tvo einliðaleiki gegn Degaberga GOIF en tapaði einum tvíliðaleik í þeirri viðureign.
Magnús Jóhann Hjartarson keppti fyrir IF Ale og vann leik gegn IFK Lund B1 en tapaði sínum leikjum gegn Åstorps BTK.
Vefsíður sænsku deildanna sem íslensku leikmennirnir leika með:
Superettan: https://www.profixio.com/fx/serieoppsett.php?t=leagueid16604&k=Superettan%20Herrar&p=Grundserie
2. division SSS: https://www.profixio.com/fx/serieoppsett.php?t=leagueid16606&k=SSS&p=Grundserie