Stórgóð mæting og frábær stemning var á afmælisfögnuði BTÍ laugardaginn 12. nóvember, sem haldinn var í Álfafelli á 2. hæð í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Borðtennissamband Íslands var stofnað þann dag árið 1972 og fagnaði því 50 ára afmæli.

Davíð Ólafsson var veislustjóri og sá um skemmtiatriði ásamt Stefáni Stefánssyni.

Dagskráin hófst kl. 20. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður BTÍ flutti ávarp og Sigurjón Ólafsson kynnti drög að nýjum vef, sem verður væntanlega kominn í loftið fyrir jól. Einnig voru kynntar niðurstöður úr skoðanakönnun á nýju merki BTÍ, en þar voru þrjú merki með svipaðan fjölda atkvæða, þar á meðal núverandi merki.

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ færði BTÍ blóm í tilefni dagsins og sæmdi Ingimar Ingimarsson, fyrrum formann og núverandi varaformann gullmerki ÍSÍ af þessu tilefni.

Myndir af fésbókarsíðu BTÍ.

Formaður BTÍ flytur ávarp.
Framkvæmdastjóri ÍSÍ færir formanni blóm og BTÍ hamingjuóskir.
Ingimar Ingimarsson sæmdur gullmerki ÍSÍ.
Drög að nýjum vef kynnt.
Boðið var upp á veitingar.
Fjórir núverandi og fyrrverandi formenn, en tveir að auki mættu en náðust ekki með á myndina.
Meðal gesta var Björn Finnbjörnsson, fyrsti Íslandsmeistari í karlaflokki, lengst t.h.
Árni Siemsen og Gunnar Jóhannsson.
Örn Þórðarson og Kristján Örn Elíasson.