Góð þátttaka á Íslandsmóti öldunga
Góð þátttaka var á Íslandsmóti öldunga, sem fram fór í TBR-húsinu laugardaginn 23. mars. Þátttakendur komu frá Akri, HK, ÍFR, KR, Nes, Víkingi og Erninum. Íslandsmeistaratitlarnir skiptust á milli félaganna og fóru titlar til KR (3), Arnarins (2,5), Víkings (2,5), HK (1,5) og Akurs (0,5).
Flestir meistaranna frá í fyrra mættu til leiks til að freista þess að verja titlana sína og það tókst í mörgum tilfellum. Ásta Urbancic, KR, Bjarni Þ. Bjarnason, HK, Elísabet Ólafsdóttir, KR og Kristján Jónasson, Víkingi unnu tvöfalt á mótinu.
ÁMU (uppfært 27.3.)
Verðlaunahafar í kvennaflokki. (Mynd: Elísabet Ólafsdóttir)