Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Góður árangur hjá Inga Darvis á Safir

Ingi Darvis Rodriguez lék á Safir mótinu í Svíþjóð 24. og 25. febrúar. Hann tók þátt í tveimur flokkum, herrer elite og U20.

Keppni í herrer elite flokki fór fram 24. febrúar og voru keppendur 140 talsins. Þar gerði Ingi sér lítið fyrir og vann sinn riðil í undankeppninni. Hann lagði leikmenn frá Lyckeby klúbbnum, leikmann frá Englandi og annan frá Frakklandi.
Ingi komst því áfram í útsláttarkeppnina en þar lenti hann strax á móti Jo Yokotani frá Halmstad, sem var raðað nr. 1 á mótinu en sá mun hafa verið í japanska landsliðinu á HM. Ingi tapaði 0-3 fyrir Japananum.
Hér má sjá leiki á mótinu, þar á meðal leik Inga og Yokotani: https://www.youtube.com/watch?v=L3vnuKafVGE&ab_channel=BordtennisklubbenSafir. Á tímanum 1.39.10 má t.d. sjá flott slag þar sem Ingi tekur boltann fyrir aftan bak.

Í U20 flokki var leikið með einföldum útslætti. Í 1. umferð (128 manna úrslitum) lagði Ingi Esteban Lavanant frá Reg. A. Cote dAzur í Frakklandi 3-2. Hann tapaði svo 0-3 í 2. umferð fyrir Hugo Nýlen frá Halmstad klúbbnum í Svíþjóð.

Forsíðumynd úr myndasafni.

Aðrar fréttir