Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Góður árangur hjá Inga Darvis og Magnúsi Gauta á Norges Cup

Ingi Darvis Rodriguez úr Víkingi og Magnús Gauti Úlfarsson úr BH hafa verið við æfingar hjá Heros klúbbnum í Bergen í Noregi undir handleiðslu Aleksey Yefremov landsliðsþjálfara. Þeir léku um helgina á Norges Cup í Þrándheimi og náðu góðum árangri.

Ingi Darvis lauk keppni í 9.-16. sæti í meistaraflokki („herrer elite“) en hann tapaði 1-3 fyrir Finn Vetvik. Magnús Gauti tapaði 2-3 í 32 manna úrslitum fyrir Tomasz Filbrandt, sem lauk keppni í 3.-4. sæti. Hvorugur þeirra fékk röðun í flokknum en keppendur voru 47.

Ingi Darvis fékk brons í junior flokki en hann tapaði 0-3 í undanúrslitum fyrir Alexander Klerck Fransson, sem sigraði í flokknum.

Ingi Darvis varð svo í 5.-8. sæti í eldri junior flokki karla, en þar var Magnús Gauti einnig gjaldgengur og varð í 9.-16. sæti.

Úrslit á mótinu má sjá á síðunni http://resultat.ondata.se/000694/

Á forsíðumyndinni má sjá Inga Darvis og Magnús Gauta með Magnúsi Jóhanni Hjartarsyni á Smáþjóðaleikunum.

Aðrar fréttir