Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Góður árangur hjá íslensku leikmönnunum í Gautaborg

Keppni lauk á Klubbresornas Klubbresa 2022 mótinu í Gautaborg mánudaginn 6. júní. Íslensku keppendurnir léku marga leiki á mótinu í mismunandi styrkleikaflokkum sem á eftir að skila sér í framtíðinni. Auk þess komu flestir leikmennirnir heim með verðlaun úr einhverjum þeirra flokka sem þeir kepptu í.

Helstu úrslit íslensku leikmannanna mánudaginn 6. júní

Sól Kristínardóttir Mixa vann sinn riðil í flokki Max 1249 og varð í 2. sæti í úrslitakeppninni. Hún sigraði líka í sínum riðli í flokki Max 999 en féll úr leik í 16 manna úrslitum.

Aldís Rún Lárusdóttir varð í 2. sæti í sínum riðli í flokki Max 1249 og varð í 3.-4. sæti í flokknum eftir tap gegn sigurvegaranum. Hún varð líka í 2. sæti í sínum riðli í flokki Max 999 en tapaði í 32 manna úrslitum.

Stella Karen Kristjánsdóttir varð í 2. sæti í sínum riðli í flokki Max 749 og varð í 3.-4. sæti í útsláttarkeppninni.

Björn Gunnarsson varð í 2. sæti í riðlinum í Max 1999 flokki og varð í 3.-4. sæti í útsláttarkeppninni.

Óskar Agnarsson varð í 2. sæti í riðlinum í Max 1999 flokki og varð í 5.-8. sæti í útsláttarkeppninni eftir tap gegn sigurvegaranum í flokknum.

Gestur Gunnarsson varð í 2. sæti í riðlinum í Max 1999 flokki og varð í 5.-8. sæti í útsláttarkeppninni.

Aðrar fréttir