Grand Prix Coca Cola í borðtennis.
Síðasta Grand Prix mót keppnistímabilsins í borðtennis fór fram laugardaginn 21. febrúar 2015.
Allt besta borðtennisfólk landsins lék á mótinu. Keppendur komu frá félögunum Víkingi, KR, HK, BH
og Umfl. Heklu. Í undanúrslitum opnum flokki karla lék Kári Mímisson KR gegn Daða Freyr Guðmundssyni Víkingi,
leikar fóru þannig að Kári sigraði í hörkuleik 4 2 (9-11, 11-7, 9-11, 11-6, 11-6,11-7. Í hinum undanúrslitaleiknum
lék Magnús K. Magnússon gegn félaga sínum úr Víkingi Sinda Þór Sigurðssyni þar sem Magnús sigraði 4-0
(11-8, 11-6, 11-5 og 13-11).
Úrslitaleikinn lék því Magnús K. Magnússon Víkingi gegn Kára Mímissyni KR.
Leikar fóru þannig að Magnús sigraði nokkuð örruglega 4 1 (9-11, 11-3, 12-10, 11-8 og 11-5).
Í undanúrslitum opnum flokki kvenna lék Aldís Rún Lárusdóttir KR gegn Guðrúnu Björnsdóttur KR.
Aldís sigraði 4 2 ( 8-11, 11-4,11-8,11-13,11-5 og 11-6). Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði
Kolfinna Bjarnadóttir HK Sigrúnu Tómasdóttur KR 4 0 (12-10, 11-4, 11-6 og 11-7).
Úrslitaleikinn léku því Kolfinna Bjarnadóttir HK gegn Aldísi R. Lárusdóttur KR.
Leikar fóru þannig að Kolfinna sigraði í baráttuleik 4 1 (12-10, 4-11, 13-11, 11-8 og 11-9.
Í B. keppninni lék Ingi Darvis Víkingi úrslitaleikinn gegn Kolfinnnu Bjarnadóttur HK
þar sem Ingi sigraði 3 – 1 (4-11, 11-7, 11-8, 11-9).