Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Grand Prix mót BH sunnudaginn 10. febrúar nk.

Grand Prix mót Borðtennisdeildar BH mun fara fram sunnudaginn 10. febrúar 2019 í stóra salnum í Íþróttahúsinu við Strandgötu, Strandgötu 53, Hafnarfirði. Keppt verður í opnum flokki karla og kvenna.

Dagskrá og fyrirkomulag:

Opinn flokkur karla kl. 12:00 Opinn flokkur kvenna kl. 13:30.  Húsið opnar kl. 10:30.

Þátttökugjald er 1.500 krónur. Hægt er að greiða á staðnum eða leggja inn á reikning BH: Kt: 620709-0180, Reikningsnúmer: 0544-26-16207  Setjið í skýringu við greiðsluna fyrir hvaða leikmann greitt er. Sendið afrit á [email protected]

Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 8. febrúar nk. kl. 17.00

Mótsstjórn skipa  Tómas Ingi Shelton og Jóhannes Bjarki Urbancic.

Yfirdómari verður  auglýstar síðar.

Skráningar og spurningar berist til [email protected]

Auglýsingu um mótið er að finna hér.

Aðrar fréttir