Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Grand Prix mót Borðtennisdeildar BH

Grand Prix mót Borðtennisdeildar BH var haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði laugardaginn 18. febrúar.  Í karlaflokki voru 19 keppendur og í kvennaflokki 4 frá BH, KR og Víkingi.  Glæsileg verðlaun voru á mótinu en í aðalverðlaun í karlaflokki var helgargisting fyrir tvo með morgunmat á Hótel Djúpavík og í kvennaflokki leikhúsmiðar fyrir tvo í Borgarleikhúsið.  Aukaverðlaun voru gjafabréf á Hamborgarafabrikkuna.

Í karlaflokki sigraði Magnús Gauti Úlfarsson úr BH og í kvennaflokki Aldís Rún Lárusdóttir úr KR.  Magnús Gauti sigraði í úrslitaleik Magnús Jóhann Hjartarsson úr Víkingi 4-0 (11-3, ,11- 8, 11-5 og 11-4).  Aldís sigraði í úrslitaleik Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur úr KR 4-0 (11-6,,11-3, 11-6 og 11-5 ).

Í B keppni karla sigraði Tómas Shelton úr BH og í B keppni kvenna sigraði Þórunn Á Árnadóttir Víkingi.

Verðlaunahafar í einstökum flokkum voru eftirfarandi:

Opinn flokkur karla

1. Magnús Gauti Úlfarsson BH

2. Magnús Jóhann Hjartarsson Víkingur

3.-4. Jóhannes Bjarki Urbancic BH

3.-4. Ingólfur Sveinn Ingólfsson KR

 

Opinn flokkur kvenna

1. Aldís Rún Lárusdóttir KR

2. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir KR

3.-4. Þórunn Á Árnadóttir Víkingi

3.4.  Stella Karen Kristjánsdóttir Víkingi

 

B keppni karla

1. Tómas Ingi Shelton BH

2. Sindri Þór Sigurðsson Víkingur

3. Reynir Snær Skarphéðinsson BH

4. Ingi Brjánsson KR

 

B keppni kvenna

1. Þórunn Á. Árnadóttir Víkingi

2. Stella Karen Kristjánsdóttir Víkingi

 

Úrslit úr einstökum viðureignum á mótinu eru aðgengileg á vef Tournament Software hér.

Sigurvegarar í opnum flokki karla

 

Sigurvegarar í opnum flokki kvenna

 

Sigurvegarar í B keppni karla

 

Sigurvegarar í B keppni kvenna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðrar fréttir